Ribsafari í Eyjum – rífandi fjör #Ísland

Ribsafari í Eyjum – rífandi fjör

Það er bæði fróðlegt og bráðskemmtilegt að sigla með Ribsafari frá Heimaey og skoða nærliggjandi eyjar. Það myndast ótrúleg stemning, því að náttúrufegurðin og nálægðin við fuglalífið er engu lík. Frábærar leiðsögukonur sögðu okkur frá fuglalífi, bjargsigi, þjóðsögum, Keikó, mjöldrum, milli þess sem við brunuðum á bátnum undir öruggri stjórn Eyþórs.

RIBSAFARIVESTMANNAEYJAR —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Páll fékk heiðurssætið í bátnum, við hliðina á Eyþóri skipstjóra

Við sigldum inn í fjölmarga hella og skúta og ferðin endaði á að siglt var inn í sönghellinn fræga, þar sem yngsti ferðalangurinn, 5 ára, óskaði eftir að syngja Rósina með Bergþóri.

Með Eyþóri Ribsafariskipstjóra

Stóri-Örn
Bjarnarey

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni

Ýmislegt í Eyjum: VISITVESTMANNAEYJAR — HERJÓLFURGOTT – ÉTASLIPPURINN – ELDHEIMARLAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINN

.

VESTMANNAEYJAR —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vandamál við gerbakstur

GER

Vandamál við gerbakstur. Algengasta grunngerdeigið inniheldur fjóra meginefnisþætti: mjöl, ger, vatn og salt. Það kann að virðast flókið að baka gerbrauð, en í rauninni er framkvæmdin ósköp einföld.

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?