Ribsafari í Eyjum – rífandi fjör #Ísland

Ribsafari í Eyjum – rífandi fjör

Það er bæði fróðlegt og bráðskemmtilegt að sigla með Ribsafari frá Heimaey og skoða nærliggjandi eyjar. Það myndast ótrúleg stemning, því að náttúrufegurðin og nálægðin við fuglalífið er engu lík. Frábærar leiðsögukonur sögðu okkur frá fuglalífi, bjargsigi, þjóðsögum, Keikó, mjöldrum, milli þess sem við brunuðum á bátnum undir öruggri stjórn Eyþórs.

RIBSAFARIVESTMANNAEYJAR —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Páll fékk heiðurssætið í bátnum, við hliðina á Eyþóri skipstjóra

Við sigldum inn í fjölmarga hella og skúta og ferðin endaði á að siglt var inn í sönghellinn fræga, þar sem yngsti ferðalangurinn, 5 ára, óskaði eftir að syngja Rósina með Bergþóri.

Með Eyþóri Ribsafariskipstjóra

Stóri-Örn
Bjarnarey

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni

Ýmislegt í Eyjum: VISITVESTMANNAEYJAR — HERJÓLFURGOTT – ÉTASLIPPURINN – ELDHEIMARLAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINN

.

VESTMANNAEYJAR —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.