Eldað á heilsuvikum í Breiðdal

hollur matur aukin orka grænmeti Ragnhildur jónsdóttir þorgrímsstaðir breiðdalur, Margrét alice birgisdóttir, Ásmundur jónsson, Anna Þorbjörg, Albert, Íris, Anna Kristín og Snædís Agla þorgrímsstaðir breiðdalur silfurberg
Dugnaðarforkar sem lögðu hönd á plóg: Ragnhildur, Margrét Alice, Ásmundur, Anna Þorbjörg, Albert, Íris, Anna Kristín og Snædís Agla

Sumarvinnan mín var að elda á heilsuvikum á fallegu sveitahóteli innst í Breiðdal. Það eru gamlar fréttir og nýjar að hollur matur hefur verulega góð áhrif á okkur mannfólkið – við erum það sem við borðum. Þemað var grænmetisfæði, stundum feitur fiskur annars langmest úr jurtaríkinu.  Á hverjum degi var líkaminn ræktaður með fjallgöngum og  öðrum góðum hreyfingum og æfingum. Þess á milli var boðið upp á nudd og góðan mat. Allir endurnærðir eftir dvölina – sannkölluð ofurorkuhleðslustöð í Breiðdalnum.

GRÆNMETIVEGANBREIÐDLAUR HEILSU….

Hér er lítið brot af því sem var eldað:

KARRÝKÓKOSPOTTRÉTTUR

BLÓMKÁLSSÚPA

RAUÐRÓFUHUMMÚS

RÓSMARÍN- OG MÖNDLUKEX

HRÖKKKEXIÐ HRJÚFA

SPÍNATLASAGNA

KÍNÓA- OG KÓKOSSÚPA

SVESKJU- OG DÖÐLUTERTA

KÍNÓASALAT MEÐ MYNTU OG AVÓKADÓ

KÍNÓASALAT MEÐ APPELSÍNUBRAGÐI

KASJÚHNETUDRESSING

ARFAPESTÓ

CHILI SIN CARNE

EPLA- OG KJÚKLINGABAUNASALAT

BANKABYGG MEÐ PESTÓI

ÍTÖLSK FISKISÚPA

HNETUSTEIK MEÐ SVEPPASÓSU

GRÓFT BRAUÐ (MEÐ MÖNDLUM OG RÓSMARÍN)

ANANAS-KASJÚ-KÍNÓA RÉTTUR

💐

— ELDAÐ Á HEILSUVIKUM Í BREIÐDAL —

💐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.