Matarmenning á Austurlandi

Matarauður á Austurlandi er bæði fjölbreyttur og spennandi. Um helgina fór ég um landshlutann fallega á vegum Austurbrúar og Visit Austurland og smakkaði og smakkaði. Hér er brot af herlegheitunum
Matarauður á Austurlandi

Matarauður á Austurlandi er bæði fjölbreyttur og spennandi. Um helgina fór ég um landshlutann fallega á vegum Austurbrúar og Visit Austurland og smakkaði og smakkaði. Hér er brot af herlegheitunum:

NIELSEN Á EGILSSTÖÐUM

HALLORMSSTAÐARSKÓLI

KRÁSIR ÚR HÉRAÐI – MARKAÐUR

FÖSTUDAGSKAFFI Í AUSTURBRÚ

SÍREKSSTAÐIR Í VOPNAFIRÐI

GISTIHÚSIÐ EGILSSTÖÐUM

.

AUSTURBRÚVISIT AUSTURLAND

.

Hluti af Austurlandi, af vegg í Húsi Handanna. Færslan er unnin í samstarfi við Austurbrú
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eyjólfur hinn elskulegi býður heim


Eyjólfur hinn elskulegi býður heim.  Eyjólfur vinur okkar Eyjólfsson er í sumar að vinna á Þjóðlagasetrinu á Siglufirði. Ef vel stendur á þá spilar hann á langspil fyrir gesti og á sérstökum kvöldstundum setursins kveður hann jafnvel og syngur. Eyjólfur er hvers manns hugljúfi og heillar gesti upp úr skónum með leiftrandi og ástríðufullri frásögn um stórmerkilegt framlag Bjarna Þorsteinssonar til íslensks tónlistararfs. Á ferð okkar til Siglufjarðar bauð hann okkur í heimsókn að lokinni eftirminnilegri heimsókn á Þjóðlagasetrið. Siglufjörður rokkar

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Borðað í Brussel – sælkeraferð til matarborgarinnar miklu

Borðað í Brussel - sælkeraferð til matarborgarinnar miklu 14. - 17. sept. 2017 

Við Svanhvít Valgeirsdóttir ætlum að snúa bökum saman, borða góðan mat og gera margt skemmtilegt í heimsborginni.

Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Sjá nánar á heimasíðu Mundo.is 

Toblerone- og Daimterta – nammiterta allra tíma

Toblerone- og Daimterta. Nammitertur eru nammitertur, það er nú bara þannig. Ef þið eruð í megrun eða eitthvað slíkt þá getið þið bara sleppt því að lesa þessa uppskrift. Þegar mikið stendur til eins og páskar, ferming eða annað slíkt má alveg skella í eina kalóríusprengju og njóta. Þessa tertu þarf ekki að baka en gott er að kæla hana vel áður en hún er borin fram, stórfínt er að útbúa hana deginum áður.

Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað og ofnbakað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö.