Apríkósu- og gulrótamarmelaði

Apríkósur eru ekki aðeins ljúffengar heldur einnig næringarríkar og innihalda fjölmörg vítamín og steinefni apríkósumarmelaði gulrótamarmelaði marmelaði marmilaði
Apríkósur eru ekki aðeins ljúffengar heldur einnig næringarríkar og innihalda fjölmörg vítamín og steinefni

 

Apríkósu- og gulrótamarmelaði

Frábært apríkósu- og gulrótamarmelaði sem er bæði ljúffengt og auðveld að útbúa. Marmelaði er fullkomið til að bera fram með brauði, kexi, eða sem meðlæti með ostum.

MARMELAÐIAPRÍKÓSURGULRÆTUR

.

Sítrónur, engifer, apríkósur og gulrætur

Apríkósu- og gulrótamarmelaði

  • 500 g þurrkaðar apríkósur
  • 300 g rifnar gulrætur
  • 250 g sykur
  • 5 dl vatn
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1 msk ferskur engifer (rifinn)
  • 1 msk sítrónubörkur
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk vanillusykur
    • Setjið allt í pott og látið malla á lágum hita í 10-15 mínútur. Maukið með töfrasprota eða á annan hátt. Setjið aftur í pottinn, sjóðið í um 5 mín og bætið við vatni ef þarf.
      Hellið marmelaðinu í hreinar krukkur og lokið þeim strax. Marmelaðið geymist vel í kæli í 2-3 vikur.
  • Sykurmagn: Það má auðveldlega minnka sykurmagnið en ágætt að hafa í huga að sykur hjálpar til við varðveislu marmelaðsins.
  • Auka krydd: Þú getur einnig bætt við örlitlu múskati, salti eða negul til að gefa marmelaðinu enn dýpri bragð.

 

Um apríkósur:

  1. Góðar fyrir meltinguna: Apríkósur eru trefjaríkar.
  2. Stuðlar að heilbrigðu hjarta: Kalíum og andoxunarefni í apríkósum geta bætt hjarta- og æðasjúkdóma með því að viðhalda heilbrigðum blóðþrýstingi og minnka bólgur.
  3. Verndar augun: A-vítamín og beta-karótín stuðla að heilbrigði augna.
  4. Bætir húðheilsu: Andoxunarefni og C-vítamín í apríkósum geta bætt húðheilsu með því að vernda hana gegn umhverfisþáttum og auka kollagenmyndun.
  5. Vítamín: Hátt magn C-vítamíns eflir ónæmiskerfið.

MARMELAÐIAPRÍKÓSURGULRÆTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.