Apríkósu- og gulrótamarmelaði

 

Apríkósur eru ekki aðeins ljúffengar heldur einnig næringarríkar og innihalda fjölmörg vítamín og steinefni apríkósumarmelaði gulrótamarmelaði marmelaði marmilaði
Apríkósur eru ekki aðeins ljúffengar heldur einnig næringarríkar og innihalda fjölmörg vítamín og steinefni

Apríkósu- og gulrótamarmelaði

Frábært apríkósu- og gulrótamarmelaði sem er bæði ljúffengt og auðveld að útbúa. Marmelaði er fullkomið til að bera fram með brauði, kexi, eða sem meðlæti með ostum.

MARMELAÐIAPRÍKÓSURGULRÆTUR

.

Sítrónur, engifer, apríkósur og gulrætur

Apríkósu- og gulrótamarmelaði

  • 500 g þurrkaðar apríkósur
  • 300 g rifnar gulrætur
  • 250 g sykur
  • 5 dl vatn
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1 msk ferskur engifer (rifinn)
  • 1 msk sítrónubörkur
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk vanillusykur
    • Setjið allt í pott og látið malla á lágum hita í 10-15 mínútur. Maukið með töfrasprota eða á annan hátt. Setjið aftur í pottinn, sjóðið í um 5 mín og bætið við vatni ef þarf.
      Hellið marmelaðinu í hreinar krukkur og lokið þeim strax. Marmelaðið geymist vel í kæli í 2-3 vikur.
  • Sykurmagn: Það má auðveldlega minnka sykurmagnið en ágætt að hafa í huga að sykur hjálpar til við varðveislu marmelaðsins.
  • Auka krydd: Þú getur einnig bætt við örlitlu múskati, salti eða negul til að gefa marmelaðinu enn dýpri bragð.

 

Um apríkósur:

  1. Góðar fyrir meltinguna: Apríkósur eru trefjaríkar.
  2. Stuðlar að heilbrigðu hjarta: Kalíum og andoxunarefni í apríkósum geta bætt hjarta- og æðasjúkdóma með því að viðhalda heilbrigðum blóðþrýstingi og minnka bólgur.
  3. Verndar augun: A-vítamín og beta-karótín stuðla að heilbrigði augna.
  4. Bætir húðheilsu: Andoxunarefni og C-vítamín í apríkósum geta bætt húðheilsu með því að vernda hana gegn umhverfisþáttum og auka kollagenmyndun.
  5. Vítamín: Hátt magn C-vítamíns eflir ónæmiskerfið.

MARMELAÐIAPRÍKÓSURGULRÆTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pavlova

Pavlova

Pavlova. Alloft er einfalt það besta og Pavlova er sérlega einföld og auðveld. Í grunninn samanstendur hún af marensbotni, þeyttum rjóma og ávöxtum. Til er fjöldinn allur af uppskriftum, en yfirleitt finnst mér alltof mikið af sykri í þeim. Það er aldrei notalegt þegar munnurinn verður loðinn af sykri. Ég prófaði mig því áfram og niðurstaðan varð þessi.

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.