Stórar kaffiveislur
Það er ágætt ráð þegar stórar kaffisamkundur eru skipulagðar að ætla sér ekki um of, þ.e.a.s. ekki hafa of margar tegundir og alls ekki fara á límingunum þó einhver tegund klárist. Gott er að minna fólk með óþol eða ofnæmi á að láta vita með góðum fyrirvara svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Á Leiðbeiningastöð heimilanna er hægt að fá ýmis góð ráð þegar kemur að veisluhöldum.
Kaffiboðið á fyrst of fremst að vera góð samverustund sem skilur eftir sig ljúfar minningar.
— VEISLUR — KAFFIMEÐLÆTI — KAFFIBOÐ —
.
Hér eru nokkrar hugmyndir að meðlæti fyrir stærri kaffiveislur:
Flatbrauð,
kleinur,
pönnukökur,
heitur réttur,
Uppáhaldstertutegundir,
Ein stór brauðterta,
Niðurskornir ávextir og grænmeti.
Það flækir bara málin að hafa of marga drykki í boði; Kaffi, sódavatn og einn annar gosdrykkur er passlegt.
Það gleður að hafa fallegar borðskreytingar.
— VEISLUR — KAFFIMEÐLÆTI — KAFFIBOÐ —
.