Jarðarberjatiramisu

Jarðarberjatiramisu tiramisu Helga finnbogadóttir vínarborg austurríki fáskrúðsfjörður mascarpone jarðarber eftirréttur FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
Jarðarberjatiramisu

Jarðarberjatiramisu

Helga frænka mín Finnbogadóttir hefur búið í Vínarborg til fjölda ára með Michael sínum og þremur börnum. Þau hjónin buðu í grill og í eftirrétt var þetta einstaklega góða jarðarberjatiramisu, má kannski tala um íslensku skotið tiramisu.

TIRAMISUVÍNARBORGJARÐARBERFÁSKRÚÐSFJÖRÐURLADY FINGERS

.

Albert og Helga

Jarðarberjatiramisu

500 gr mascarpone
250 gr skyr (vanillu eða jarðarberja, eða til helminga)
5 msk flórsykur
2 dl rjómi
1 kg af ferskum jarðarberjum (ég notaði 600 gr)
200 gr fingurkökur (Lady fingers)
Hvítt súkkulaði og minta til að skreyta

Hrærið saman mascarpone, skyri og flórsykri. Þeytið rjómann og hrærið varlega saman við. Maukið helminginn af jarðarberjunum með töfrasprota, takið nokkur jarðarber frá í skraut og skerið rest niður í teninga eða sneiðar.

Leggið helminginn af fingurkökunum í form (ca. 24 x 18 cm), setjið 3-4 msk af jarðabermaukinu ofaná, síðan slatta af niðurskornum jarðarberjum og þekjið með skyrblöndunni. Næst kemur annað lag af fingurkökum, mauki, berjum og svo á endanum skyrblandan. Skreytið með berjum, hvítu súkkulaði og mintu.

Kælið í amk tvær klst og berið fram kalt.

Bergþór, Albert og Helga við veisluborðið í Vínarborg.

TIRAMISUVÍNARBORGJARÐARBERFÁSKRÚÐSFJÖRÐURLADY FINGERS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.