Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní – hvað er hægt að gera?

Albert, Marsibil og Bergþór í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní þjóðhátíðardagur hvað er hægt að gera 17. júní
Albert, Marsibil og Bergþór í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní

Margir tengja þjóðhátíðardaginn, 17. júní við ákveðnar minningar. Annað hvort minningu um það sem var gert, borðað, kaffimeðlæti, veður eða annað. Í mínu ungdæmi var gjarnan farið í í fjallgöngu á þessum merka degi. Þjóðhátíðardagurinn er frídagur og tilvalið að gera sér dagamun og halda upp á daginn. Það er ágætt að hafa í huga að við búum til minningar fyrir næstu kynslóðir.

17. JÚNÍÍSLENSKTFERÐAST UM ÍSLANDÞJÓÐSÖGUR

.

Vatnsblöðruslagur er fínasta skemmtun

Nestisferð í guðs grænni náttúrunni

Finna fallegan stað og halda þangað með góðu fólki. Taka til nesti og köflóttan dúk, finna græna laut á skjólsælum stað og drekka þar. Ef margir ætla að hittast er upplagt að allir komi með veitingar með sér – allir-bjóða-öllum fyrirkomulagið eykur fjölbreytnina. Svo er alltaf gaman að fara í leiki. Í öllum fjölskyldum er einhver sem er „leikjaóður” og er til í að skipuleggja leiki. Það getur verið afar eftirminnilegt fyrir yngri kynslóðina að sjá fullorðið fólk haga sér eins og börn og taka þátt í „alls konar vitleysu”. 

Rjómapönnukökur pönnukökur með rjóma. Sulta rjómi
Pönnukökur eru þjóðlegt og gott kaffimeðlæti

Kaffiboð með þjóðlegum veitingum

Það er fátt skemmtilegra en hitta fjölskyldu og vini yfir kaffibolla og góðum veitingum. Rabarbarinn er sprottinn í görðum og fínt að nýta hann með því að baka með kaffinu. Ef þið eigið ekki rabarbara biðjið þá vini ykkar að gefa ykkur, flestir eru fegnir ef einhver getur nýtt uppskeruna. Auk baksturs úr rabarbara er upplagt að bjóða upp á fleira þjóðlegt með kaffinu eins og lummur, perutertu, kleinur, hjónabandssælu, tertur eða pönnukökur. 

🇮🇸

Fara í bærinn með fána

Víða um land er dagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins, fjallkonan les ljóð (eftir löngu dauðan kall eins og segir í Hæ, hó jibbí jei… ljóðinu) og fleira er í boði. Það er gaman að rölta um og hitta fólk, láta kylfu ráða kasti, fara á kaffihús eða annað. Margir eiga þjóðbúninga og klæðast þeim í tilefni dagsins. Við förum gjarnan í okkar þjóðbúningum í bæinn. Ekki má nú gleyma að taka með sér íslenska fánann og blöðrur. Þarf alltaf að muna að klæða sig eftir veðri, við búum jú á Íslandi.

🇮🇸 

Ísbíltúr

Ís á alltaf vel við og ekki síst 17. júní. Það getur verið fínasta hugmynd að keyra út í bláinn og fá sér ís. Á leiðinni er hægt að rifja upp baráttu genginna kynslóða fyrir því að verða sjálfstæð þjóð, tala um Jón Sigurðsson og síðasta danska kónginn sem ríkti á Íslandi. Fleira má prjóna inn í eins og þjóðsögur, ævintýri, málshætti, íslenskuna, kurteisi, náttúruna….. Ef ekki er búið að skipuleggja sumarið er ágætt að draga það ekki lengur. Til dæmis geta allir komið með nokkrar óskir hvað væri gaman að gera og svo eru þær ræddar. 

Horft út Hörgárdal af Slembimúla (milli Barkárdals og Myrkárdals)

Gera eitthvað saman

Oft er samveran skemmtilegust og í könnunum meðal ungs fólks kemur aftur og aftur fram að það óski eftir meiri samveru með foreldrum og fjölskyldu. Öllum finnst gaman að brjóta upp hversdaginn, líta upp úr tölvunni eða símanum og eiga skemmtilega stund saman. Um að gera að hafa gaman og finna eitthvað skemmtilegt. Hjólreiðatúr, göngutúr, fjallgöngu, safnaferð, fjöruferð, sundferð eða skógarferð. Leyfið hugmyndaflugi heimilisfólks að blómstra og út frá því koma fjölmargar skemmtilegar hugmyndir.

Gleðilega þjóðhátíð

🇮🇸

17. JÚNÍÍSLENSKTFERÐAST UM ÍSLANDKURTEISI

—  17. JÚNÍ —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.