
Matarborgin Prag. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýja rétti og bragða fjölbreyttan mat í ólíkum löndum. Eftir ævintýralega skemmtilega ferð til Búdapest vorum við beðnir af Heimsferðum að fara í nokkrar borgarferðir og leggja áherslu á það besta í mat sem hver borg hefur uppá að bjóða.
Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór, við gerðum hins vegar tékkneskum mat skil og nutum frá morgni til kvölds. Nútímafólk fylgist með hinum ýmsum síðum á netinu þar sem gestir skrá athugasemdir sínar og gefa veitingastöðum og kaffihúsum stjörnur, einkunnir eða umsagnir. Þetta er góð aðferð því daglega breytast einkunnir og annað eftir því sem fleiri skrifa færslur.