Snitsel – nokkrar góðar uppskriftir

Snitsel og svipaðar útgáfur: Escalope í Frakkland, vínarborg austurríki Tonkatsu í Japan, cotoletta á Ítalía, kotlet schabowy í Pólland, milanesa í Argentína, Chuleta valluna í Kólumbía and chicken fried steak í Bandaríkin. Snitsel - nokkrar góðar snitseluppskriftir cordon blue kálfasnitsel kjúklingasnitsel lambasnitsel lærissneiðar
Snitsel er súpergóð gæðafæða – algjör snilli

Snitsel – nokkrar góðar uppskriftir

Ætli sé ekki einfaldast að útskýra snitsel með því að segja þunn kjötsneið, velt upp úr eggi og raspi og steikt. Til eru ýmsar útgáfur eins og gengur. Algengt er að velta fyrst upp úr hveiti, þá eggi og loks raspi. Best finnst mér að brúna á pönnu og láta síðan kjötið vera á lágum hita í ofni, með álpappír yfir, í nokkrar klukkustundir og hækka hitan í lokin.

Snitsel og svipaðar útgáfur: Escalope í Frakklandi, Tonkatsu í Japancotoletta á Ítalíu, kotlet schabowy í Póllandimilanesa í Argentínu, Chuleta valluna í Kólumbíu and chicken fried steak í Bandaríkjunum.

➡️ Ekta vínarsnitsel frá Vínarborg

➡️ Kálfasnitsel

➡️ Cordon Blue

Svo eru lærisneiðar alltaf góðar

FLEIRI SNITSELUPPSKRIFTIRLÆRISSNEIÐAR

— LAMBAKJÖT — ÍSLENSKT — RABARBARASULTA —   BRÚNAÐAR KARTÖFLURRASP

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.