Sandfell í Fáskrúðsfirði
Sandfell er eitt helsta einkenni í Fáskrúðsfirði, gnæfir yfir suðurbyggð fjarðarins og sker sig úr landslaginu með sínum ljósa lit.
— SANDFELL — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — ÖRNEFNI — ÍRIS EVA —
.
Sandfell er úr líparíti, það myndaðist fyrir rúmum 11 – 12 milljónum árum þegar kvika úr Reyðarfjarðareldstöðinni tróðst upp undir jarðlög sem þar voru fyrir. Kvikan hefur verið svo rúmmálsmikil að hún lyfti jarðlögunum upp en án þess þó að ná sjálf upp á yfirborðið. Talið er að þykkt jarðlaganna hafi verið meira en 500 metrar. Með tíð og tíma hafa jarðlögin smá saman veðrast og rofnað og eftir stendur Sandfell eins og við þekkjum það í dag, 743 metra hátt. Slík jarðmyndun kallast bergeitill og er undirflokkur gangbergs. Bergeitillinn er um 600 metra þykkur og er Sandfell er eitt besta dæmi um bergeitil á norðurhveli jarðar frá þessum tíma.
Texti: Íris Eva Einarsdóttir
— SANDFELL — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — ÖRNEFNI — ÍRIS EVA —
.