Tvöþúsund færslur – takk fyrir

Alberteldar.com  alberteldar.is albert eldar albert eiríksson matarblogg vinsæl matarbloggsíða
Alberteldar.com

Á þeim tæpu níu árum sem alberteldar matarbloggið hefur verið í loftinu hafa birst þar 1999 færslur. Færsla númer 2000 birtist á morgun og fjallar um eina mestu matarveislu sem haldin hefur verið á Íslandi. Áfram veginn – takk fyrir samfylgdina.

Vinsælustu færslurnar frá upphafi: 1. sæti 2. sæti3. sæti4. sæti og 5. sæti

Hátt í tíu milljón innlit á síðuna frá upphafi og mest fóru inn á hana rúmlega 25 þúsund á einum degi

— TVÖÞÚSUND FÆRSLUR – TAKK FYRIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar - telst það ekki fullkomið prótein?

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt ?

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt", hárrétt steikt? Það reynist mörgum erfitt að átta sig á hvenær nautasteikin er „hárrétt" elduð. Það er að segja elduð þannig sem við viljum (eða þeir sem hana borða). Hér er ágætis þumalputtaregla