Heim Blogg Síða 203

Konfektterta frá Steinvöru

Konfektterta

Síðasta sunnudag komu hingað nokkrar bráðskemmtilegar konur í síðdegiskaffi. Steinvör frá Kolfreyjustað kom með sumartertu með sér, en hún er nýkomin af námskeiði hjá Allt í köku og útbýr nú listafagrar tertur. Steinvör sendi mér uppskriftina og bréf með:… Lesa meira >

Rauðrófusafi í bústið

Rauðrófusafi í bústið. Var að útbúa rauðrófumauk, áður en það er gert þarf að sjóða rauðrófurnar. Það er ástæðulaust að henda vatninu af þeim, ég kældi það og notaði í bústið í morgun með ísköldu blávatni (80% grænmeti … Lesa meira >

Ostabrauð

Ostabrauð

Ostabrauð hef ég mörgum sinnum bakað bæði fyrir veislur út í bæ og líka fyrir heimilisgesti – ávallt við mikla hrifningu. Upphaflegu uppskriftina fékk ég hjá Halldóru systur minni fyrir löngu. Frétti að ostabrauð þetta væri alltaf bakað þegar … Lesa meira >

Gazpacho súpa

Gazpacho súpa

Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.Gazpacho “Del gazpacho no hay empacho” er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.

— … Lesa meira >

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Í dag er kjörið að baka brauð. Þetta er góð blanda: hnetusmjör, bananar og súkkulaði. Eins og öllum ætti að vera ljóst er ekki sama súkkulaði og súkkulaði. Alvöru dökkt súkkulaði er miklu betra og … Lesa meira >

Bláberjadýfa

Bláberjadýfa

Við fórum í berjamó á dögunum og tíndum ber í tugkílóatali. Það er unaðslegt að liggja úti í guðsgrænni náttúrinni og tína ber – fullkomin jarðtenging. Svo er um að gera að nýta ber á sem fjölbreyttastan hátt. Fyrir … Lesa meira >

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu Lesa meira >

Mexíkósúpa

Mexíkósúpa

Á síðasta ættarmóti kom fólk með eitthvað með sér á kaffihlaðborð – svona allir bjóða öllum í kaffi-stemningin. Um kvöldið bauð svo ættarmótsnefndin upp á súpur, hver meðlimur í nefndinni kom með eina súputegund. Ein af þeim súpum sem … Lesa meira >

Linsu- og grænmetissúpa

Linsu- og grænmetissúpa

Aðeins meira af ættarmótsveitingum, en mikið óskaplega eru ættingjar mínir myndarlegir í matseldinni. Silla Mæja kom með ljúffenga grænmetissúpu sem hvarf eins og dögg fyrir sólu eins og allt annað – getur verið að við séum mathákar?… Lesa meira >

Karamelluhnetur – ægigott hnetumauk

Karamelluhnetur

Á ættarmótinu kom Sólveig frænka mín með ægigott hnetumauk með karamellubragði. Eins og áður hefur komið fram fer fólk mismikið eftir uppskriftum (ég er einn af þeim). Stundum getur verið snúið að fá uppskriftir í réttum hlutföllum. Uppskriftin hér … Lesa meira >

Grænkálssúpa

Grænkálssúpa

Það tók sléttar fimm mínútur að útbúa kvöldmatinn, alveg satt. Til fjölda ára starfaði ég sem blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni tók ég viðtal við konu sem borðar eingöngu hráfæði. Hún sagði frá því að hún væri aldrei lengur … Lesa meira >

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka

Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Lesa meira >