Að þreyja þorrann og kórónuna

Það er hressandi að fara í göngutúr

Á meðan þjóðin er meira og minna heima og stendur af sér kórónuhríðina er eitt og annað sem hægt er að gera milli þess sem við þvoum okkur um hendur og sprittum. 

Matur og hreyfing. Borða hollan góðan alvöru mat, mat sem styrkir heilsu okkar og gerir okkur gott. Taka inn góð vítamín og steinefni. Huga að hreyfingu. Fara í göngutúra og gera æfingar heima. Drekka vatn.

Gefa sér tíma í eldhúsinu. Víða um heim eyðir fólk löngum stundum í eldhúsinu við að undirbúa máltíðir. Hérlendis hefur “korter í mat” verði dásamað af mörgum. Nú hættum við þessari korter-í-mat- vitleysu fyrir fullt og allt, enda fátt skemmtilegra en njóta þess að undirbúa matinn án þess að setja á sig tímapressu. 

Gott er að þrífa kryddstaukana reglulega og endurraða

Upp með ermarnar. Það er hægt að taka til hendinni heima við og koma mörgu í verk sem setið hefur á hakanum (vegna tímaskorts). Nú er tími til að mála, þrífa bakaraofninn og uppþvottavélina, fara í eldhússkápana, taka til í geymslunni. Vorhreingerning? 

Bráðskemmtilegur samkvæmisleikur: Hver gestur fær málshátt, síðan er farið hringinn og allir lesa sinn málshátt og bæta aftan við hann: Í RÚMINU

BorðsiðirRifja upp borðsiði, hvernig við skálum og hvað við gerum við servéttuna. Kenna ungdómnum að halda á hnífpörum og fleira slíkt. Fara yfir tækifærisræður, ísbrjóta í boðum og samkvæmisleiki.

Sandfell í Fáskrúðsfirði

Sumarið. Skipuleggja sumarið, láta sig dreyma um hvað er hægt að gera, hvenær og hvernig. Skrifa niður lítil og stór atriði. Sá sumarblómum og grænmeti. Setja niður tómatafræ, tómatplantan heldur flugum (líka lúsmýi) í skefjum.

Svo má einnig:
Hugleiða
Lesa góða bók
Auka kærleikann
Baka með kaffinu
Sinna áhugamálum
Hringja myndsímtöl í fólk
Skipuleggja myndir heimilisins
Taka til í tölvunni og símanum
Taka til í vinalistanum á facebook
Minna fjölmiðlafólk á að mikill munur er á fordómalausir tímar og fordæmalausir tímar.

Hvernig væri að útbúa brauðtertu með kaffinu?
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur. Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....