Vanillu extract ætti að vera til á öllum heimilum. Vanillusykur og vanilludroparnir gömlu góðu komast ekki í hálfkvist við vanillu extract. Þetta er frekar þægilegt að útbúa og kjörið að setja í litlar flöskur og gefa í tækifærisgjafir.
Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.
Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs innanhússarkitekt. Fyrir tæpum tuttugu árum tókum við baðherbergið í gegn með aðstoð Sigurbjargar Pétusdóttur innanhússarkitekts sem þá var nýkomin heim úr námi frá Ítalíu. Vala Matt gerði ferlinu skil í hinum geysivinsæla þætti Innlit/útlit á Skjá einum. Í einhverjum æskugalsa fór ég í freyðibað sem var sýnt í þættinum ásamt breytingunni frá upphafi til enda. Baðkarið góða gaf sig fyrr í sumar og þá var ekkert annað í stöðunni en ræsa út Sibbu og úr varð að við settum upp sturtu.