Góðir Íslendingar! Held ég hafi slegið öll met á ferðalagi okkar Bergþórs og Páls um landið: FIMMTÁN veislur á sex dögum.
Í vikunni fórum við keyrandi norður og svo austur á Fáskrúðsfjörð í þrefalda skírn og giftingu áður en haldið var sömu leið til baka. Allstaðar nutum við gestrisni og svo er einstaklega ánægjulegt að sitja yfir góðum kaffibolla með skemmtilegu fólki. Hér á síðunni verður gert grein fyrir veislunum fimmtán á næstu dögum í sömu röð og við fórum í þær. Hjartans þakkir fyrir okkur
1 Lilja Guðmundsdóttir á Borðeyri – Kókoslímónukaka
2 Þórunn Björnsdóttir á Hofsósi – Lax í appelsínusósu
3 Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir – hlýri í vasabí og skyreftirréttur
4 Kristján og Ragna – Smurt brauð og fleira kaffimeðlæti
5 Hjáleigan við Bustarfell – besta kaffihúsakaffimeðlæti á Íslandi
6 Jói og Kiddý – Hjónabandssæla og sandkaka
7 Þreföld skírn og óvænt gifting á Fáskrúðsfirði
8 Þrír Frakkar á Fáskrúðsfirði – franskt kaffimeðlæti
9 Sigrún Steinsdóttir – Íslandsmeistarapönnukökur
10 Alla á Kolmúla – Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur
11 Morgunverður á Brimnesi – snúðakaka, gerbollur og fleira góðgæti
12 Guðrún á Mýri í Bárðardal – rammíslenskt sveitakaffiboð eins og þau gerast best
13 Hælið – María Pálsdóttir og apríkósutertan góða
14 Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði
15 Bæjarstjórasalat á Akureyri og Pavlova með heimsins bestu súkkulaðisósu