FIMMTÁN veislur á sex dögum

FIMMTÁN veislur á sex dögum #alberteldar siglufjörður vopnafjörður hofsós Fáskrúðsfjörður akureyri
FIMMTÁN veislur á sex dögum

Góðir Íslendingar! Held ég hafi slegið öll met á ferðalagi okkar Bergþórs og Páls um landið: FIMMTÁN veislur á sex dögum.

Í vikunni fórum við keyrandi norður og svo austur á Fáskrúðsfjörð í þrefalda skírn og giftingu áður en haldið var sömu leið til baka. Allstaðar nutum við gestrisni og svo er einstaklega ánægjulegt að sitja yfir góðum kaffibolla með skemmtilegu fólki. Hér á síðunni verður gert grein fyrir veislunum fimmtán á næstu dögum í sömu röð og við fórum í þær. Hjartans þakkir fyrir okkur

1 Lilja Guðmundsdóttir á Borðeyri – Kókoslímónukaka

2 Þórunn Björnsdóttir á Hofsósi – Lax í appelsínusósu

3 Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir – hlýri í vasabí og skyreftirréttur

4 Kristján og Ragna – Smurt brauð og fleira kaffimeðlæti

5 Hjáleigan við Bustarfell – besta kaffihúsakaffimeðlæti á Íslandi

6 Jói og Kiddý – Hjónabandssæla og sandkaka

7 Þreföld skírn og óvænt gifting á Fáskrúðsfirði

8 Þrír Frakkar á Fáskrúðsfirði – franskt kaffimeðlæti

9 Sigrún Steinsdóttir – Íslandsmeistarapönnukökur

10 Alla á Kolmúla – Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur

11 Morgunverður á Brimnesi – snúðakaka, gerbollur og fleira góðgæti

12 Guðrún á Mýri í Bárðardal – rammíslenskt sveitakaffiboð eins og þau gerast best

13 Hælið – María Pálsdóttir og apríkósutertan góða

14 Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

15 Bæjarstjórasalat á Akureyri og Pavlova með heimsins bestu súkkulaðisósu

FIMMTÁN veislur á sex dögum #alberteldar
FIMMTÁN veislur á sex dögum
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....

Á réttum tíma – hvorki of snemma né of seint

SEINKUN

Á réttum tíma. Það getur komið fyrir alla að seinka. Þá er hægt að hringja eða senda skilaboð, biðjast afsökunar og hvetja til þess að ekki sé beðið með veitingar. Þegar mætt er á staðinn, biðjumst við aftur afsökunar. Við mætum heldur ekki of snemma.

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.

Jólasmákökubaksturinn

Smakokur

Jólasmákökubaksturinn. Þegar líða fer að jólum fæ ég einhvern bökunarfiðring og langar að baka smákökur út í eitt. Ef fleiri finna fyrir þessum fiðringi eru hér nokkrar hugmyndir:

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum. Píanóleikararnir Edda Erlendsdóttir og Peter Máté sáu um síðasta föstudagskaffi í Listaháskólanum - þeim er margt til lista lagt. Dúnmjúk vanillutertan var lofuð í hástert og kláraðist á skammri stundu.