Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir hvítan sykur í sultur??

Sultur sulta rabarbarasulta hlaup ávaxtasulta Rifsber instead of white sugar what can i use sulta
Rabarbari

Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir hvítan sykur í sultur??

Það er verulega gaman að útbúa hlaup og sultur, hvort tveggja er kjörin tækifærisgjöf. Hins vegar er hvítur sykur ekki í tísku um þessar mundir og margir velta fyrir sér hvað hægt sé að nota í staðinn í sulturnar. Oft er gervisykur nefndur einnig Stevía, hunang, hrásykur, döðlur og rúsínur.

Það er mín skoðun að besta ráðið sé að minnka verulega sykurinn, draga kerfisbundið úr sætindum. Mig grunar að líkaminn geri lítinn mun á sætuefnum hvaða nafni sem þau nefnast. Þetta á við um margt fleira en sultur og hlaup. Það er nú einu sinni þannig að blóðsykurinn hækkar sama hvernig form af sykri er neytt. Því sé betra að hafa minna að sætuefnum og spara við sig þær matvörur en njóta þegar við leyfum okkur að fá okkur sætindi (s.s. sultu, köku eða annað).

Á árum áður var sett vel af sykri í sultur svo þær entust allan veturinn. Nú er sem betur fer öldin önnur og við upplýstari. Betra er að frysta ber og rabarbara og útbúa minni skammta í einu – með minni sykri.

RÚSÍNURDÖÐLURHUNANG SULTUR

.

Rifsber

Hér eru nokkrar vinsælar sultuuppskriftir (munið að minnka sykurinn)

STIKILSBERJASULTA

RABARBARASULTA

BLÁBERJASULTA

SÓLBERJASULTA

RABARBARASULTA MEÐ ENGIFER

SULTA MEÐ CHILI OG ENGIFER

PORTVÍNSSOÐIN FÍKJUSULTA

RABARBARA- OG JARÐARBERJASULTA

RABARBARASULTA MEÐ HRÁSYKRI 

KRÆKIBERJA- OG BLÁBERJAHLAUP

SÍTRUSAPRÍKÓSUMARMELAÐI

ÁVAXTASULTA

— ENN FLEIRI SULTUR

munið að minnka sykurinn

.

— Í STAÐINN FYRIR SYKUR —

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave