
Sumarvinnan mín var að elda á heilsuvikum á fallegu sveitahóteli innst í Breiðdal. Það eru gamlar fréttir og nýjar að hollur matur hefur verulega góð áhrif á okkur mannfólkið – við erum það sem við borðum. Þemað var grænmetisfæði, stundum feitur fiskur annars langmest úr jurtaríkinu. Á hverjum degi var líkaminn ræktaður með fjallgöngum og öðrum góðum hreyfingum og æfingum. Þess á milli var boðið upp á nudd og góðan mat. Allir endurnærðir eftir dvölina – sannkölluð ofurorkuhleðslustöð í Breiðdalnum.
— GRÆNMETI — VEGAN — BREIÐDLAUR — HEILSU…. —
Hér er lítið brot af því sem var eldað:
KÍNÓASALAT MEÐ MYNTU OG AVÓKADÓ
KÍNÓASALAT MEÐ APPELSÍNUBRAGÐI
GRÓFT BRAUÐ (MEÐ MÖNDLUM OG RÓSMARÍN)
💐
— ELDAÐ Á HEILSUVIKUM Í BREIÐDAL —
💐