Tíu vinsælustu uppskriftirnar árið 2019

Kókosbollu riz à l’amande vöfflur vinsælast Þar á eftir komu Kaldur brauðréttur -- Kryddbrauð mömmu -- Hjónabandssæla -- Þreföld skírn og óvænt gifting -- Hrísgrjónagrautur á laugardegi -- Fimm vinsælustu brauðréttirnir og FIMMTÁN veislur á sex dögum vinsælustu uppskriftirnar mest skoðað Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum Kaldur rækjuréttur  Karamellutertan góða Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni Rabarbarapæ Alberts Sykurbrúnaðar kartöflur Peruterta, þessi gamla góða Ostasalat – eitt það allra besta Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – ómissandi með hátíðarmatnum Skúffukaka sem klikkar aldrei
Vöfflur er vinsælar

Tíu vinsælustu uppskriftirnar árið 2019. Takk fyrir ánægjulega samferð á árinu. Gríðarleg umferð var um síðuna allt árið eins og síðustu ár. Að meðaltali voru tæplega 200þúsund innlit í hverjum mánuði. Efnt var til leiks, þar sem hægt var að giska á þrjár vinsælustu uppskriftir ársins. Neðst má sjá hverjir sigruðu í gjafaleiknum.

Hér er topp tíu listinn yfir tíu vinæslustu uppskriftirnar:

  1. Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum
  2. Kaldur rækjuréttur 
  3. Karamellutertan góða
  4. Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni
  5. Rabarbarapæ Alberts
  6. Sykurbrúnaðar kartöflur
  7. Peruterta, þessi gamla góða
  8. Ostasalat – eitt það allra besta
  9. Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – ómissandi með hátíðarmatnum
  10. Skúffukaka sem klikkar aldrei

Þar á eftir komu Kaldur brauðrétturKryddbrauð mömmu — Hjónabandssæla — Þreföld skírn og óvænt gifting — Hrísgrjónagrautur á laugardegi — Fimm vinsælustu brauðréttirnir og FIMMTÁN veislur á sex dögum

Topp tíu síðustu ára: 2018 – 2017 – 2016 – 2015 – 2014 – 2013 – 2012

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og takk fyrir samfylgdina á árinu.

Vinningshafarnir eru:

  1. sæti: Halldóra Eiríksdóttir – fær mat og gistingu fyrir tvo á Hótel Húsafelli
  2. sæti Þórhildur Lotta Kjartansdóttir – fær út að borða fyrir tvo á Apótekinu
  3. sæti. Jöfn í þriðja og fjórða sæti voru Herdís Hulda Guðmannsdóttir og Hákon Hildibrand sem bæði fá út að borða fyrir tvo á Apótekinu
Kókosbollu riz à l’amande

Hástökkvari ársins er Kókosbollu riz à l’amande sem endaði í tuttugusta sæti örfáum vikum eftir að uppskrifin var sett á síðuna.

.

— VINSÆLUSTU UPPSKRIFTIRNAR ÁRIÐ 2019 —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.