25 vinsælustu uppskriftirnar frá upphafi

25 vinsælustu uppskriftirnar frá upphafi vinsælast albert eldar matarblogg vinsælt blogg mataruppskriftir vinsælustu uppskriftirnar íslenskar uppskriftir íslenskur matur hvað á að vera í matinn klúbbaréttir kaffimeðlæti
25 vinsælustu uppskriftirnar frá upphafi

25 vinsælustu uppskriftirnar frá upphafi

Frá því síðan Albert eldar síðan fór í loftið í febrúar árið 2012 hafa birst þar vel á þriðja þúsund færslur. Í lok hvers árs hefur birst hér listi með vinsælustu uppskriftum ársins sem er að líða.

VINSÆLAST2023ÍSLENSKTKJÖTKAFFIMEÐLÆTI

🇮🇸

Hér er listinn yfir 25 vinsælustu uppskriftirnar frá upphafi, smellið á og þá birtist uppskriftin. Ef þið þekkið fólkið sem á uppskriftirnar eða kemur við sögu megið þið gjarnan láta það vita – þakklæti 🙂

25. Rabarbarasulta
24. Hægeldaðir lambaskankar
23. Vinsælustu brauðréttirnir á Albert eldar
22. Soðið hangikjöt og jafningur
21. Hrísgrjónagrautur á laugardegi

20. Fiskbollur – hin klassíska góða uppskrift
19. Skúffukaka sem klikkar ekki
18. Sykurbrúnaðar kartöflur
17. Hafragrautur
16. Draumaterta – dásamlega góð

15. Heitur brauðréttur Önnu Siggu
14. Eggjasalat
13. Prýðisgóður plokkfiskur
12. Soðin egg
11. Lummur – gömlu góðu lummurnar

10. Hjónabandssæla
9. Heitur brauðréttur – einn sá allra besti
8. Kryddbrauð mömmu
7. Fiskur í ofni – allra bestu uppskriftirnar
6. Rabarbarapæ Alberts

5. Peruterta – þessi gamla góða
4. Siggi Pálma snýr við blaðinu – úr ofáti í föstu
3. Svangi Mexíkaninn – besti brauðrétturinn
2. Heill kjúklingur í ofni
1. Vöfflur – hin klassíska uppskrift

.

VINSÆLAST2023ÍSLENSKTKJÖTKAFFIMEÐLÆTI

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla