
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2025
Albert eldar síðan fór í loftið í febrúar 2012. Frá þeim degi hafa birst 2.714 færslur. Það jafngildir að meðaltali um 196 færslum á ári – eða nánast færsla annan hvern dag, dag eftir dag – öll þessi ár.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða uppskriftir voru vinsælastar hjá ykkur á árinu 2025, ásamt þeim nýju færslum sem vöktu mesta athygli. Takk fyrir samveruna – og fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi.
✨ 🏆 ✨
Listinn yfir mest skoðuðu færslur ársins 2025:
1 Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum
2 Svangi Mexíkaninn – besti brauðrétturinn
8 Heitur brauðréttur – einn sá allra besti
11 Jólalegt rauðrófu- og eplasalat
12 Hafragrautur
13 Draumur forsetans – Vigdísar forseta
14 Lummur – gömlu góðu lummurnar
15 Brún lagkaka
16 Heitur brauðréttur Elsu Guðjóns
17 Fiskbollur
18 Vigdísarkjúklingur með spínati, pestó og fetaosti
20 Jólabúðingurinn hennar mömmu
Það er ekki síður áhugavert að skoða þær færslur sem fóru í loftið árið 2025, mest skoðuðu nýjar færslur eru þessar:
Á árinu lögðum við land undir fót og bættum við færslum í Matarborgir á síðunni.
Topplistar síðustu ára: 2024 – 2023 — 2022 — 2021 – 2020 – 2019 – 2018 – 2017 – 2016 – 2015 – 2014 – 2013 – 2012.
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir. Takk fyrir að lesa, elda, baka og fylgjast með – áfram höldum við inn í nýtt ár.
✨ 🏆 ✨

– VINSÆLAST —
🏆
